Tjónaskoðun

Við tjónaskoðum og gerum við bíla fyrir tryggingarfélög landsins samkvæmt CABAS tjónamatskerfinu. Sjáum einnig um að útvega viðskiptavinum okkar bílaleigubíl á meðan á viðgerð stendur. Vinnum samkvæmt 5 stjörnu staðli Sjóvá Almennra og stöðlum Bílgreinasambandsins enda BGS vottað fyrirtæki.

Þú tilkynnir

TJÓNið

kemur í ókeypis

tjónaskoðun

Við tökum við

ökutækinu

og Útvegum

bílaleigubíl

Þjónustum öll tryggingafélög landsins

Fyrsta flokks aðstaða og mannskapur sem menntaður er í faginu.

Verkstæðið hefur yfir að ráða einum af fullkomasta sprautuklefa landsins, ásamt fyrsta flokks réttingabekkjum, lyftum og sérhæfðum verkfærum til flestra verka.

Bilalökkun Kópsson ehf er umhverfisvænt málningar og réttingaverkstæði staðsett er að Völuteigi 11, 270 Mosfellsbæ. Við vinnum eftir Cabas tjónamatskerfi og leysum við öll tryggingamál er viðkoma tjónum, einnig sjáum alfarið um tjónaferlið til handa viðskiptarvinum gagnvart tryggingarfélögum eftir að þú lendir í tjóni.

Fyrirtækið Bílalökkun var stofnað í Janúar 1973 og var í eigu sömu fjölskyldu alla tíð eða allt þar til 2004 þegar núverandi eigandi tók við rekstrinum og hélt hann áfram því góða starfi sem unnið hafði verið, ásamt því að uppfæra og bæta húsa og tækjakost til muna . Fyrirtækið var alla tíð starfrækt í Smiðjuhverfi í Kópavogi en breyting varð á í lok árs 2019 þegar reksturinn flutti í Mosfellsbæ.

Árið 2020 var allur tækjakostur fyrirtækisins endurnýjaður ásamt því að fjárfest var í nýju stærra og stórglæsilegu húsnæði að Völuteig 11 í  Mosfellsbæ. Fyrirtækið er því gríðarlega vel tækjum búið í dag þar sem einnig var kappkostað að gera það eins umhverfisvænt hægt var. Sem dæmi þá notum við nú nýja fullkomna og vatnskynta málningarklefa ásamt því að öll lýsing hvort sem að utan og eða innanhúss er nú LED vædd. Þá voru tveir nýjir réttingabekkir frá Car-Oliner teknir í notkun. Allt sorp og úrgangur hverskonar fer í gegnum flokkun eftir ströngustu gæðakröfum með tilliti minkandi mengunnar.

Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 8 manns og eru þar allir faglærðir, ýmist bifreiðasmiðir og bílamálarar. Ásamt nemum í greininni, verðandi reynsluboltar í bransanum.

Framkvæmdastjóri er Brynjar Smári Þorgeirsson sem er bæði með sveinspróf og meistararéttindi í bæði  Bílamálun sem og Bifreiðasmíði og hefur hann unnið við fagið ósliðið sem og rekstur verkstæðis síðan 1996.

Bílalökkun Kópsson er í dag bæði með 5 stjörnu vottun Sjóvá Almennra og BGS vottun Bílgreinasambandsins ásamt því að vera meðlimur í FRM félagi réttingar og málningarverkstæða. Þjónusta er við flest tryggingarfélög landsins ásamt nokkrum stærri bílaumboðum.

Bílalökkun Kópsson er TESLA vottað verkstæði sem annast allar tjónaviðgerðir ásamt ábyrgðarviðgerðum fyrir framleiðanda og söluaðila TESLA á Íslandi

Til að bóka tíma og fá nánari upplýsingar er best að hafa samband í síma 586-8484 eða 662-1000. Einnig er hægt að senda okkur e-mail á bilalokkun(hjá)bilalokkun.is

Hafðu samband

Sími: 586-8484

Fylltu út formið ef að þú hefur spurningar og við svörum þér sem fyrst!

Heimilisfang:

Völuteigur 11

Símanúmer:

586 8484

Opnunartími:

Mánudaga-föstudaga: 08:00–12:00 13:00-17:00